Ég elska Instagram! Það er ekkert sem er ekki að elska við Instagram, og þetta vitum við Instagrömur betur en aðrir…
Hvaða Instagram notandi hefur ekki á einhverjum tímapunkti orðið uppvís af því að hafa “óvart” sett diskinn með brauðsneiðinni sem var verið að smyrja og er ó-svo-fótógenísk inn í miðja Ittalahjörð. Nú eða tekið selfí… og svo aðra selfí… og svo fleiri… og filtera… og… og… og!!!!
Instagram er stórskemmtilegur miðill en það er mikill munur á því hvernig konur og karlmenn haga sér þar inni. Þessvegna hló ég aðeins meira en þörf var á þegar ég hnaut um grein á wittyandpretty.com þar sem karlmenn tóku nokkrar af þessum týpísku “Kven-Instamyndum”. Ég varð bara að taka nokkrar af myndunum og textana við og þýða yfir á hið ylhýra:
1. Kósí kaffiskotið!
Það tók aðeins 475221248 tilraunir að fá fullkomnu “skyndimyndina”!
2. Sexý selfíin sem er málinu óviðkomandi!
“útsala í Lindex” “dröslaðu þér upp af sófanum og kjóstu!” “Ég er í flugvél!”
Hvað hafa þessar setningar að gera með “come hither” augnaráðið þitt? Akkúrat ekkert… Bara ekki neitt… En selfí skal það vera!
3. Kaffi í rúminu með random hönnunartímaritabunka – myndin sem er tekin úr lofti!
Rassinn á hverjum er algjörlega uppi í andlitinu á þér við að taka þessa mynd??
4. Tískubloggarinn
Af því að ein mynd af átfitti dagsins er ALDREI nóg! Plús í kladdann ef þú dúndrar inn kvóti sem gefur það til kynna að þó þú sért tískugúrú þá ertu samt ótrúlega djúpur!
5. Bollakakan!
Aukastig ef það er skrautsykur, ef kakan er árstíðabundin og þú situr á bekk! Þetta tiltekna Instagramskot er einnig vel þekkt sem #YouDidNotEatThat
6. Lúmska gæludýraselfíin!
Ok þú ert kannski að taka mynd af krúttlega litla gæludýrinu, en svo lörkar þú í bakgrunninn eins og hálfblurry mugshot af eltihrelli! Sorry að ég segi það, en þetta er bara dulin selfí!
7. Outfit Of The Day (#OOTD) speglaselfí!
Þeim mun meira lýsandi sem textinn er, þeim mun betra… af því, þú veist… þetta skiptir okkur virkilega miklu máli!
8. Ræktarselfí með speglun!
Af því, þú veist, ein mynd af þér með rassinn út í loftið og magann sogaðann svo langt inn að þú ert við það að missa meðvitund er bara einfaldlega ekki nógu mikið!
9. Borðaðu hreint og grænt boozt selfíið!
Þú verður að sýna heiminum að þú sért að hugsa vel um líkamann á meðan þú sýnir okkur hversu myndarlegur þú ert! Auka stig fyrir að hashtagga tíuþúsundsinnum!
10. Horfðu á rassinn á mér á meðan ég þykist vera að taka mynd af einhverju öðru selfíið!
Þú ert ekki að blekkja neinn….
Verði þér bara að góðu!
[Heimild/Upprunaleg grein]
Hrafnhildur, eða Krummi, er mamma, förðunarfræðingur, leikkona, kærasta, systir, dóttir, handverkskona og listakona svo fátt eitt sé nefnt. Ung flutti hún frá Sauðárkróki til Reykjavíkur þar sem hún lærði förðunarfræði en seinna flutti hún til Alabama, USA þar sem hún lærði leiklist. Eftir nokkur ár í Bandaríkjunum lá leið hennar aftur til Sauðárkróks og hún er því rödd landsbyggðarinnar á meðan pjattrófa. Hrafnhildur er fædd 21. febrúar árið 1980 og er fiskur.