Þó að sumir haldi að þeir séu ekki velkomnir á Flóamarkaðinn sem við verðum með á AUSTUR á Laugardaginn þá er það misskilningur – ÞAÐ ERU ALLIR VELKOMNIR.
Samt ekki Hitler. Þegar við segjum ALLIR þá eru að sjálfsögðu karlmenn velkomnir eins og konur og börn. Við viljum gjarnan sjá sem flesta og hafa gaman saman. Eins og fram kemur í myndbandinu að neðan þá kunnum við aldeilis að njóta lífsins. Markaðurinn byrjar kl. 12 og verður fram eftir degi. Það er um að gera að mæta tímanlega og grípa gæsina því verðum með margt fallegt í boði. HÉR ER VIÐBURÐURINN Á FACEBOOK. Smelltu og sjáðu brot af því sem við ætlum að selja.
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!