Hefur þú einhverntíma komið á Starbucks, pantað þér drykk og fengið eitthvað með mjög framandi nafni í hendurnar skömmu síðar?
Það má auðvitað búast við slíku þegar íslendingar eru annars vegar enda margir samlandar okkar sem velja bara að heita Ann, Peter eða Kris þegar staðið er í þessum viðskiptum. Svo eru alltaf íslendingar sem segjast heita Sokkur, Rass eða eitthvað þaðan af skrítnara, svona bara til að geta skellt upp úr þegar nafnið er hrópað yfir staðinn.
Á sama tíma virðist starfsfólk hinna ótal Starbucks starfsstöðva um heiminn annaðhvort hafa húmor fyrir því að skrifa nöfn vitlaust eða mögulega er það bara svona illa lesblint, – eða bæði? Hér eru nokkur góð dæmi….
1. Jude breyttist í Jew (gyðingur).
