Hefur þú einhverntíma komið á Starbucks, pantað þér drykk og fengið eitthvað með mjög framandi nafni í hendurnar skömmu síðar?
Það má auðvitað búast við slíku þegar íslendingar eru annars vegar enda margir samlandar okkar sem velja bara að heita Ann, Peter eða Kris þegar staðið er í þessum viðskiptum. Svo eru alltaf íslendingar sem segjast heita Sokkur, Rass eða eitthvað þaðan af skrítnara, svona bara til að geta skellt upp úr þegar nafnið er hrópað yfir staðinn.
Á sama tíma virðist starfsfólk hinna ótal Starbucks starfsstöðva um heiminn annaðhvort hafa húmor fyrir því að skrifa nöfn vitlaust eða mögulega er það bara svona illa lesblint, – eða bæði? Hér eru nokkur góð dæmi….
1. Jude breyttist í Jew (gyðingur).
2. Virginia varð að vagina (leg).
3. Simon hét allt í einu semen (sæði).
4. Og Cass hét Cats hjá þeim á Starbucks.
5. Svo var ekki gaman fyrir Ann-Louise að heita allt í einu Anus (rassgat).
6. Eða Jim sem varð Gim.
7. Chad var að Shat (skeit).
8. Og Clint… við höfum þetta ekki eftir.
9. Emily varð að íslendinganýlendunni Gimli.
10. Og Ian varð bara E.N
11. Svo hét hann Eiyon.
12. Og því næst Enian.
13. Madeline fékk bollann sinn svona Mad-Ah-Lynn.
14. Ingrid varð Angry.
15. Og Erin varð Air Inn (loft krá)
16. Þeim fannst að Emma ætti að heita Nemo
17. Andie breyttist í Auntie (frænka).
18. Og Barbara varð Marbra. Æi bara.
19. Og Andres varð Undress.
Skál í kaffi og lesblindu Starbucks!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.