Hekl og prjónakonur takið fyrir augun… Hér eru mögulega ljótustu buxur sem þú hefur séð!
Á vefsíðunni Etsy heldur Schuyler nokkur Ellers úti verslun sem hún kallar Lord von Schmitt en þar má meðal annars finna æpandi skræpóttar prjóna og hekl buxur sem hæglega má kalla ljótustu buxur í heimi.
Nú vitum við ekki hvaða markhóps hún er að höfða til með þessari framleiðslu sem er vægast sagt speeesssss, en allar þessar buxur eru endurunnar úr öðrum flíkum.
Hér erum við með útvíðar síðbuxur, boxera, hnébuxur og kvartbuxur, allskonar buxur í öllum heimsins litum.
Menn þurfa að vera mjög miklir húmoristar eða fáránlega hugrakkir til að þora að sperra sig í þessum flíkum sem kosta frá sirka 7000 krónum.
Sérðu til dæmis einhvern félaga mæta í þessu í vinnuna? Nei, varla.
Ef of mikil kynlöngun verður einhverntíma vandamál í lífi þínu gæti verið ráð að seifa linkinn á þessa færslu og svo bara skoða buxurnar til að drepa í lostanum?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.