Socality Barbie hefur ekki undan við að mynda líf sitt ef marka má myndirnar hennar á Instagram. Hún er ótrúlega ævintýragjörn og frjáls.
Barbie elskar ferðalög. Hún fer í klettaklifur, á kajak og nýtur náttúrunnar. Ströndin og sjórinn eru ávallt skammt undan.
Mitt á milli ferðalaga fær hún sér kaffi með góðri vinkonu og skrifar í dagbókina sína. Þessi síbrosandi hipster Barbie kann einfaldlega að njóta lífsins. Myndirnar hennar segja það sem segja þarf um hennar líf.
Ég er ekki frá því að aðdáun mín og afbrýðisemi fylgist þétt að því ég er nokkuð viss um að Barbie sé meira töff en ég á Instagram. Svo er hún einnig vinsæl á Twitter.
Ég hef bara tvítað þrjár færslur á Twitter síðan 2011 og ég er ekki einu sinni fyndin á Twitter. Takk Barbie. Þú fullkomnaðir þennan dag.
A photo posted by Socality Barbie (@socalitybarbie) on
Could I be any more authentic?! #instagoodmyphoto #vsco #vscocam #socality #liveauthentic #livefolk #kinfolk #visualcoop #getoutside #letsgosomewhere #neverstopexploring #exploreeverthing #explore #adventure #lifeofadventure #pnw #pacificnorthwest #thatpnwlife #northwestisbest #thegreatpnw #greatnorthcollective #socalityportland #pdx #communityfirst #oregon #upperleftusa #peoplescreatives #wildernessculture #instagood #herpnwlife A photo posted by Socality Barbie (@socalitybarbie) on
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!