LOL: Ég er 1.50 sentimetrar á hæð – Lítil kona, stór vandamál

LOL: Ég er 1.50 sentimetrar á hæð – Lítil kona, stór vandamál

Hann þarf að beygja sig og ég þarf að teygja mig svo að þetta gangi upp.
Hann þarf að beygja sig og ég þarf að teygja mig svo að þetta gangi upp.

Ég er ekki stór miðað við flest samferðafólk mitt. Reyndar er ég er frekar lítil, eiginlega mjög lítil eða alveg heilir 150 sentimetrar.

Það getur verið erfitt að vera svona lítil en ég kvarta sjaldan þar sem ég er heppin með það að samsvara mér vel. Ég þarf samt að hafa meira fyrir ýmsum daglegum athöfnum en margir aðrir verandi þetta frávik frá norminu.

Til dæmis bara þegar kemur að manninum mínum sem er u.þ.b. 192 cm á hæð. Hann lendir t.d. ekki í því að festa ermina sína í hurðarhúninum þegar hann labbar inní ýmis herbergi, alveg fáránlegt vandamál sem eflaust fleiri smávaxnir kannast við!

Ég er með þá kenningu að ástæða krónískra vandamálsins undir ilinni minni stafi af því að ég er alltaf uppá táberginu, ég þarf nefninlega oft að hækka mig um fáeina sentimetra til þess að ná uppí miðju hilluna. Tómt vesen!

En kollurinn er sjaldan langt frá svo hann bjargar mér oftar en ekki og þar fyrir utan er ég búin að temja mér magnaðar aðferðir í að klifra upp eldhúsinnréttingar og skápa.

Maður fer ekkert í gegnum lífið nema hafa smá húmor fyrir sjálfum sér en í því samhengi vil ég að leyfa þér að skyggnast inní heiminn eins og hann lítur út frá mínu sjónarhorni.

10451161_10152397558617211_5196353811192158118_n

1. Ég byrjaði auðvitað á því að finna mér mann sem er fjörtíu sentimetrum hærri en ég, ég er í hælum þarna nota bene.

336476_10151020836265798_1623516234_o

2. Ég stoppaði ekki þar og fann mér líka eina stóra vinkonu, Alexöndru! Hún er um 1.80. Alveg beisikk. Frávik í góðu fjöri.

10394783_10152549411580798_2934423929037318872_n

3. Til að jafna þetta samt aðeins fann ég samt aðra oggulitla vinkonu, hana Söndru. Eftir tveggja ára vinskap kom á daginn að við erum frænkur.

10408052_10152549412385798_2377650161325141570_n

4. Ég hélt svo ótrauð áfram og fann mér stóra karlkyns vini líka. Þeir eru nú samt yfirleitt mjög góðir við mig þrátt fyrir að stríða mér stundum. Sá stærsti er 1.94 sentimetrar.

558479_10151699441992211_1295500417_n

5. Hér erum við Sandra með Sól, frænku minni. Hælarnir hennar eru ekkert það háir, það erum við Sandra sem erum litlar.

10492423_10153544272253765_3951219825410053228_n

6. Ég hélt svo áfram að sanka að mér stærra fólki, ég er þarna á endanum lengst til vinstri.

12177701_10153701228765798_1366010432_n

7. Staðsetning spegla á heimilinu okkar er dálítið vandamál, hérna gaf ég undan og leyfði manninum mínum að sjá sig líka. Ég hef aðra spegla fyrir mig.

j

Capture

8. Að setjast í stól og ná ekki niður á gólf er daglegt vandamál. Það sama gildir fyrir ræktina, maður passar ekkert í þessi tæki þar. Og að ná í hluti í kælinum í Bónus… stundum þarf maður að pikka í fólk.

12166004_10153701228740798_600892700_n

9, Ég verð víst að sætta mig við að sækja bara vínið neðst í rekkanum. Verst að besta vínið er alltaf sett efst.

12168075_10153701228830798_427309122_n

10. Sjónarhornið mitt uppí eldhússkáp. Ég næ uppí neðstu hilluna, ég get látið mig dreyma um hitt. Þarf að gera búsáhaldabyltingu og setja allt þetta algengasta neðst.

12170473_10153701304250798_878832826_n

11. Bjargvætturinn minn og lífsförunautur! Hvar væri ég án hans?

11393119_10153390845990798_8845713732077262380_n

12. Ég á samt annan bjargvætt og lífsförunaut sem tekur mikið tillit til smæðar konu sinnar og nær í allskonar hluti uppí efstu hillu fyrir hana. Lítil kona þarf stóran mann. Survival of the smallest. Annars þyrftum við að standa uppi á öxlunum á hvort öðru í Bónus og það gæti verið hættulegt.

Takk fyrir mig!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest