Stílistinn og blaðakonan Nathalie Croquet og ljósmyndarinn Daniel Schweiser hafa búið til frábæran myndaþátt sem þau kalla SPOOF.
Hér endurgera þau nokkrar týpískar hátísku auglýsingar og situr hin glæsilega Nathalie fyrir.
SPOOF er háðsdeila á hátísku auglýsinar sem eiga að vera háalvarlegar en eru í raun kjánalegar. Persónulega finnst mér Nathalie stórglæsileg á þessum myndum og sýnir það að allar konur eru flott módel þó svo þær séu settar í svona fáránlegar aðstæður. Sjón er sögu ríkari.
Frábær húmor og góð ádeila!
Þú getur fylgt Nathalie á Instagram og heimasíðunni hennar og Daniel á heimasíðunni hans.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.