Þó að við finnum ekki alltaf jafn mikið fyrir því þá breytist alveg hrikalega margt á 10, svo ekki sé minnst á tæpum 15 árum.
Hér er skemmtileg samantekt af því sem við vorum að brasa og bauka svona frá 1999-2002.
1. Hvað var betra til að drepa tímann en að spila snake í Nokia 3310?! Ekkert.
2. Við vorum með 25 glugga opna á sama tíma á MSN og þar var hægt að sjá á hvaða lag maður var að hlusta. Mögnuð tækni.
3. Harry Potter var krakki og bíóauglýsingarnar voru í blöðunum. Háskólabíó var með stærsta sýningartjaldið.
4. Hringir í eyrun. Stórir, helst risastórir.
5. Svo notuðum við Napster til að dánlóda tónlist.
6. Og það voru allir í Adidas skóm.
7. iPod eða allar i-vörurnar voru ekki til svo maður setti heil tíu megabæt af tónlist inn á MP3 spilara sem var með venjulegu AAA batteríi.
8. Við biðum spenntar eftir næsta þætti eða næstu seríu af Sex and the City.
9. Og horfðum á þessar aftur og aftur – og aftur.
10. Með þetta í hausnum.
11. Og mönnum fannst alveg í lagi að halda klámkvöld og fagna þannig kynlífi og kynfrelsi.
12. Svo var rokið á Geiri.net á daginn eftir til að kanna hvort Geiri hefði nokkuð náð af manni myndum…
…og Svala Björgvins klæddi sig eins og venjuleg háskólastelpa, menn voru með Burberry buff og allt og Sveppi fékk að djamma í friði.
Good times!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.