Flestir sem nota samfélagsmiðla leggja upp úr því að velja góða prófílmynd. Mynd sem segir heiminum hver þú ert.
Oftast viljum við líta vel út á prófílmyndunum okkar eða vera að minnsta kosti að gera eitthvað sem við erum pínu montin af. Til dæmis vera á skíðum, í skemmtilegu ferðalagi, með góðum vini, vinkonu, barni eða maka á gleðistund. Myndin á sirka að segja; Þetta er ég, ég er svona, það er gaman að vera ég.
Svo er misjafnt hvernig fólk metur stöðuna. Þessar myndir eru af erlendum stefnumótasíðum en öllum er þeim ætlað að laða að flottan maka. Er einhver sem heillar þig á þessum lista?
1. Ég fíla fiska. Stóra fiska. Inni í stofu.
2. Ég fíla afskorin blóm, nekt og píanó.
3. Ég fíla World of Warcraft, spila 40 kls á viku, borða aðallega McDonalds og líklegast finnst flestum ég ekki mjög eftirminnilegur. Ég er nakin.
4. Ég fíla hafið og photoshop.
4. Ég er með hengilás um hálsinn.
5. Allskonar svona samúræjadót. Það finnst mér mjög töff.
6. Ég fíla engla.
7. Ég kann að meta verkfæri, helst þung og hálf skemmd.
8. Ég fíla mótorhjól og stór sverð.
9. Mér finnst mjög gaman að teikna. Og ég fíla konubrjóst.
10. Ég hef mjög gaman af því að fara í jarðarfarir.
11. Ég kann að meta pelsa.
12. Mér finnst gott að fara aðeins út fyrir bæinn, fara í sólbað og fá mér bjór og ávexti.
13. Ég fíla refaskinn og hatta. Hvað þá ef ég næ að búa til mullett úr ref. Það er gaman.
14. Ég fíla glansandi jakkafatabuxur, skrautleg veggfóður, teppi uppi á vegg, vöðva og rúmteppi. Hnnnn!
15. Ég fíla kindur.
16. Mér finnst stór bindi æðisleg.
17. Ég reyni að fylgjast með fréttum og mér finnst gott að fá mér banana.
18. Ég fíla ryksugur og vopn.
19. Ég fíla krúttlega hunda, veggteppi og vopn.
20. Ég er hafmeyja. Inní mér.
Stóra spurningin er bara hvort eitthvað af þessu hafi virkað. Fundu þau ástina? Vonum það.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.