Það hefur fyrir löngu verið bæði sýnt og sannað að heimurinn er stútfullur af stórfurðulegu fólki.
Og sem betur fer því annars væru allir eins og það kæmi manni aldrei neitt á óvart. Það væri sannarlega ekki skemmtilegt.
Þessar bókakápur komu mér margar hverjar á óvart og ég sannfærðist enn og aftur um að mannskepnan er dásamlega skrítið fyrirbæri. Nú erum við ekki bara að tala um innihald þessara bóka heldur líka hönnun þeirra og bara yfirhöfuð það að einhverjum skuli hafa dottið í hug að eyða tíma í að bæði skrifa þær, prófarkarlesa, brjóta um, prenta og gefa út!
1. Jóga fyrir fólk á hestbaki.
Til að tengjast hrossinu betur. Til hvers að reyna að tengjast sjálfum sér betur þegar maður getur tengst hesti? Nei, ég segi svona…
2. Prjónaðu þinn eigin kött.
Af því venjulegir kettir eru ekki jafn spennandi.
3. Prjónaðu úr kattarhárum.
Þú veist, eitthvað sniðugt. Svo kötturinn fíli það betur. Eða eitthvað?
4. Prjónaðu úr hundahárum.
Það er ekkert sem toppar góða húfu, eða peysu, úr hundahárum. Ha? Vesen bara að safna þessu saman. Nema þú bara rýjir kvikindið árlega. Það má.
5. Afslappaða kanínan.
Það er mikið skemmtilegra að eiga afslappaða kanínu heldur en kanínu sem er hrikalega tens alltaf. Prófaðu að nudda hana og fá hana til að slappa svolítið af. Hún verður mikið þægilegri í viðmóti.
6. Straujað á brúninni.
Nú er einmitt eðlilegt að spyrja – Hver er markhópurinn sem á að kaupa þessa bók??
7. Gamlir traktorar og karlarnir sem elska þá.
Þetta virðist vera sjálfshjálparbók fyrir karla sem eru svo hrikalega sjúkir í traktorana sína að þeir vanrækja fjölskylduna. Bókin á að redda þeim málum. Svona passarðu traktorana og fjölskylduna á sama tíma! Veii..
8. Ef guð elskar mig, af hverju get ég þá ekki opnað skápinn?
Þetta er einmitt spurningin sem brennur yfirleitt á vörum unglinga þegar þeir eiga í veseni með að opna skápa.
9. Djöfullinn er alltaf með vesen…
10. Þessi mynd og þessi bókartitill er mögulega með því misheppnaðasta sem hefur verið prentað í sögu prentsins.
11. Hvernig á að forðast stór skip.
Ohh… alltaf sama vesenið. Endalaust alltaf einhver stór skip að þvælast fyrir manni.
12. Flottar líkkistur.
Talandi um DIY týpuna sem er alltaf að spara. Hvernig væri að byrja bara strax á eigin líkkistu? Maður veit jú aldrei hvenær dauðinn kallar. Ha?
13. Með ástríðu fyrir ösnum.
Það er einmitt algengt. Eða ekki?
14. Lærðu að leika þér að ljónaeistum.
Hver er ekki spenntur fyrir þessu? Talandi um að krydda kynlífið og svona.
15. Vertu áræðinn með banana.
Já, lifa soldið á brúninni bara. Flippa með þessa banana. Taka sénsa!
16. Elskan mín! Hamborgarinn minn!
Af svipnum á henni að dæma er hún búin að éta hamborgarann hans. Og úlpuna hans, hjólið hans, veskið hans og hún þarf að ropa.
17. Hver skiptir sér af gamla fólkinu?
18. Stækkaðu brjóstin með hugarorkunni.
Það má reyna að nota þessi óvirku 90% til að stækka barminn. Er þetta ljóskubók dauðans, – eða hvað?
19. Gælugeitur og prufa úr leggöngum.
101 læknisfræðileg ævintýri til opna hug og hjarta eftir Pamelu Wible. Hvað kom fyrir þessa Pamelu er erfitt að segja en afleiðingarnar eru vægast sagt súrrealískar. Hvað ætli hún hafi selt margar bækur? Og skyldu mörg hjörtu hafa opnast í kjölfar lestursins?
20. Talar guð í gegnum ketti?
Er hann í garðslöngunni, amma?
21. Biblíulækningin við skyndiskitu.
Þegar ekkert annað virkar þá er gripið í biblíuna. Eins og gengur.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.