Við þekkjum öll þetta að upplifa svona stutt móment þar sem við erum, að minnsta kosti bara í höfðinu á okkur sjálfum, bara… djö er ég töff.
1 | Að panta kokteil sem er ekki á drykkjarseðlinum og gefa barþjóninum uppskriftina í leiðinni.
2 | Að sitja á fundi og henda pappírskúlu í ruslið án þess að standa upp, og takast það.
3 | Að taka 50 – 100 þúsund út úr hraðbanka.
4 | Að nota eitthvað flókið ‘shortcut’ á lyklaborðinu sem fáir þekkja.
5 | Þegar frægur og fáránlega fallegur einstaklingur af hinu kyninu heilsar þér, – og þú ert með vinahópnum.
6 | Að nota Zippo kveikjara með annari hendi.
7 | Að lesa Lifandi Vísindi á biðstofunni þegar aðrir fletta gömlum Séð & heyrt.
8 | Að sitja á ‘lounge’ svæðinu á Leifsstöð og fá allt frítt meðan hinir eru frammi.
9 | Að svara öllum spurningum yfirmannsins með svarinu “Ég sendi þér það í síðustu viku”.
10 | Að kaupa hlut sem er ekki á útsölu þegar rekkinn við hliðina er með restar á 70% afslætti.
11 | Að mæta með pressukönnu inn í fundarherbergi og þrýsta kaffinu niður af sjaldgæfri fagmennsku.
12 | Að pikka skilaboð á snertiskjáinn á iPhone-inum eins og undrabarn í píanóleik.
13 | Að brjóta egg með annari hendi.
14 | Þetta “moment of fame” þegar nafnið þitt er kallað upp á biðstofunni.
15 | Að bakka óaðfinnanlega í lítið stæði í bílastæðahúsi meðan uppáhalds lagið þitt er í botni í útvarpinu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.