Ef þú ert grænmetisæta, og jafnvel bara semi-grænmetisæta sem borðar þó kjúkling og fisk, þá máttu vera viss um að hafa einu sinni til þrjúhundruð sinnum upplifað eitthvað af eftirfarandi atriðum/aðstæðum:
1. Að tryllast og þurfa næstum að anda í poka þegar þú kemur, eftir langan tíma, á veitingastað fyrir grænmetisætur og getur valið algjörlega það sem þig langar í.
2. Þegar þú ert spurð/ur “af hverju” þú borðar ekki kjöt og fólk vill að ræða dýr og hvort grænmeti hafi tilfinningar.
3. Og svo þetta með ‘kanínufóðrið’. Harharhar…
4… og þegar einhver deilir því með þér að hafa prófað að vera grænmetisæta. Í mánuð.
5. Og ef maður hefði nú fengið 100 kall í hvert sinn sem einhver segir á innsoginu: “Ég gæti sko aldrei hætt að borða kjöt. Ég gæti ekki lifað án þess að borða beikon!”
6. Og þegar fólk bara skilur ekki af hverju þig langar ekki til að ‘plokka bara’ skinkuna eða pepperóníið af pizzunni.
7. Og þetta með snitturnar og smáréttina í veislum og boðum. Þú verður að afþakka um 80% og fara svöng heim.
8. Þegar fólk fer að afsaka sitt eigið kjötát fyrir þér.
9. Þetta er “grænmetisrétturinn” á svo gott sem öllum veitingastöðum. Sem kallar á spurninguna ‘af hverju‘ kunna venjulegir kokkar ekki að elda góða grænmetisrétti þegar það eru til 20.000 tegundir af ávöxtum og grænmeti sem hægt er að borða?
10. Tilvistarkreppa: Þér er boðið í mat og þú hefur um tvennt að velja – a) segjast vera grænmetisæta og vera”dóni” sem lætur hafa of mikið fyrir sér b) segja ekki neitt, borða bara salatið og vera svöng allt kvöldið.
11. Fjölskylduboð og heitir brauðréttir. Hvað er þetta með skinkuna? Í alvöru? Er enn árið 1985?
12. Þú ert séní að lesa á umbúðir og koma auga á leynilegt innihald.
13. Og hversu oft hefur fólk ekki nefnt að við þig að þú þurfir nú að fá ‘alvöru mat’ og næringu einhversstaðar.
14. Og gleðin yfir því að aðal töffarinn í “The Killing” skuli vera grænmetisæta. Yay!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.