Nútímamanninum stendur engin ógn af ljónum eða vísundahjörð sem gæti óvart traðkað þig niður þar sem þú ert úti, ber að ofan að týna ber.
Nútímanneskjan hræðist allt, allt aðra hluti. Hér eru 13 aðstæður sem láta okkur finna djúpstæðan ótta og kvíða og panikk, allt á sama tíma. Að lenda í þessu er bara hryllingur…
1. Tilfinningin sem þú færð þegar þú ert búin að vera að njósna á Instagram og áttar þig á að þú ert á fullu að læka eldgamlar myndir – 343 weeks ago…
2. Þegar þú ert að njósna um manneskju á Facebook og slærð óvart nafnið hennar í status í staðinn fyrir að slá það inn í leitargluggann.
3. Þegar þú ert að hlusta á eitthvað lag sem þú skammast þín fyrir að fíla í botn og fattar ekki að heyrnatólin eru ekki í sambandi.
4. “Hvað er ég búin að vera að tala um síðasta hálftímann!??” Tilfinningin sem grípur um sig þegar þú fattar að þú hringdir óvart í talhólfið hjá einhverjum en skelltir ekki á.
5. Þegar þú heldur að þú hafir verið að senda frá þér CV sem viðhengi við atvinnuumsókn en fattar svo að það var ótrúlega misheppnað selfie.
6. Og þá skulum við ekki gleyma því þegar þú óvart sendir vinabeiðni til einhvers sem þú ert bara að njósna um.
7. Eða þegar vinur þinn eða vinkona fá að fara í tölvuna hjá þér og sjá óvart allt sem þú hefur slegið inn í leit.
8. Þegar þú ætlar að vera lúmsk að taka mynd en ert alveg með hljóð og flass í botni.
9. Tilfinningin sem kæfir þig þegar þú skríður með nýjum tilvonandi upp í sófa, kveikir á Netflix og “The Prince & Me” og “The Princess Diary” blasa við sem síðustu myndirnar sem þú horfðir á.
10. Eða þegar þú ætlar að senda email á vinkonur sem eru að plana ‘suprise’ partý fyrir eina og hún lendir óvart með á listanum.
11. Nú og þá verður ekki minnst á tilfinninguna sem grípur um sig þegar þú ætlar að svara einhverjum einum í vinnunni með ægilega fyndnu kommenti um yfirmanninn en þú gerir óvart “Reply all”.
12. “Leyfðu mér bara að hverfa – NÚNA,” – tilfinningin þegar þú sendir óvart drama eða dónalegt sms á ranga manneskju.
13. Þegar þú réttir einhverjum símann þinn til að skoða mynd, viðkomandi skrollar óvart til baka og sér fullt af ‘mjög spes’ selfie myndum sem þú tókst daginn áður.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.