Framleiðendum barnaefnis gengur eflaust alltaf bara gott eitt til en það heppnast ekki alltaf. Stundum verða ljótukarlarnir svo agalega ljótir að maður er með martraðir fram á fullorðinsár yfir þessum skrímslum.
Svo hefur það komið fyrir okkur öll að sjá óvart eitthvað í sjónvarpinu, eftir að maður átti að vera farinn að sofa, og það sogast inn í kollinn og situr þar fast. Við Pjattrófur tókum saman nokkur fyrirbæri sem hræddu úr okkur líftóruna í gamla daga… Þú kannast eflaust við eitthvað af þessu…
1. Morrinn. Alveg glataður. Þegar hann mætti varð allt kalt. Það voru allir hræddir við Morrann. Líka þau hörðustu.
2. Nornirnar í Ronju Ræningjadóttur. Skrækróma og scary.
3. Durtur úr Prinsessan og Durtarnir… oj. “Ég er enn að jafna mig,” – Fanney.
4. Gremlins. Fyrst svo sætir, síðan svo hrikalega vondir og ljótir!
5. Disney nornirnar og stjúpurnar. “ Ég var hrædd við nornina í Hans og Grétu og þá staðreynd að hún skellti börnum í pott og át þau. Virkilega geðslegt barnaævintýri” – Guðrún Halldórs.
6. Dúkkurnar í Barbarellu. “Það þurfti alveg þrjá tíma hjá skólasálfræðingi til að komast yfir þetta” – Margrét.
7. Myndin af Dorian Gray. Sjálf myndin þegar teppinu var kippt af og allt ógeðið í sálinni á Dorian Gray blasti við.
8. Maðurinn sem minnkaði. Þvílík örlög. Hann bara minnkaði og minnkaði og flutti í dúkkuhús og varð bara minni og minni. Hræðilegt!
9. Hroði úr Fuglastríðið í Lumbruskógi. Virkilega vondur fugl. Bara mjög vondur!
10. Múmían úr Tinnabókinni Sjö Kraftmiklar Kristalskúlur. Hrikalega mjó, vond og óhuganarleg.
11. Nemó Litli – “Þegar ég fór á hana í bíó þá var fólk öskrandi af hræðslu…fullorðna fólkið líka, sem ég hafði aldrei upplifað áður, sem var hluti af ástæðunni fyrir því að ég var svo hrædd”. Tinna Eik
12. Rauðhærða afturgangan á RÚV.”Ég var bara aðeins hrædd við E.T. fyrst í myndinni þegar ég sá hann í bíó… og jú rauðhærðu afturgönguna”. – Brynhildur
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.