Eins og ég hef oft sagt ykkur á blogginu þá er ég með þann ömurlega húðsjúkdóm er rósroði kallast.
Í mörg ár hef ég reynt að finna lausn á þessum vanda og prófað ýmislegt með ákaflega misjöfnum árangri. Eitt af því sem ég hef reynt er t.d að finna góða hreinsilínu sem irriterar ekki eða kemur rósroðakasti af stað…og núna held ég að lausnin sé fundin – AMEN!
Ég prófaði maska frá CHANEL í fyrradag sem er algjört æði fyrir svona vesenis stelpur eins og mig. Maskinn heitir Gommage Microperlé Hydratation og er sérstaklega gerður fyrir þurra og viðkvæma húð. Þetta er í raun kornaskrúbbur sem er unninn úr perlubrotum og kornin eru einmitt einhverskonar gel-agnir- sem er geggjað fyrir mig því ég má ekki nota kornamaska á allt andlitið.
Maskinn gefur raka og róar húðina um leið með æðislegri útkomu. Þessi er það mildur og mjúkur að ég get sett hann á þau svæði sem ég þarf vanalega að skilja útundan og verð silkimjúk og næs. Ég byrjaði á því að þrífa af mér allt make up, sauð svo vatn og sítrónu í potti og setti fésið yfir þann pott með viskustykki yfir mér til að opna húðina upp á gátt fyrir það sem koma skyldi. Því næst skellti ég þessum maska á mig og nuddaði vel í c.a 1 mínútu. Svo þreif ég maskann af með köldu vatni til að loka húðinni aftur.
Eftir að hafa þrifið maskann af bar ég krem á mig sem er sérstaklega gert fyrir rósroðahúð – það heitir ANTI-COUPEROSE frá Marbert og er háþróað og mikið prófað krem sem er ekki bara fyrir viðkvæma húð heldur dregur það líka úr einkennum rósroða. Sérstakir jurtakjarnar eru uppistaðan í þessu geggjaða kremi t.d bisabolol, extrakt úr vetrarstokkrós, olía úr rósafræjum og gullfífli en þessi efni róa, endurnýja og vernda OG styrkja húðina. Þetta krem styrkir líka háræðaveggina og háræðarnar dragast saman.
Undanfarið hef ég verið í prófum og drukkið heldur mikið kaffi – sem er eiginlega bannað þegar maður er með rósroða þannig að húðin á mér er búin að vera mjög slæm. En eftir að hafa prufað maskann og kremið í fyrradag get ég ekki sagt annað en Vá! Þvílíkur munur, bólurnar nánast horfnar og húðin á mér er eins og barnarass. MÍ LÆK. Ég hef sjaldan séð eins mikinn mun á mér á svona stuttum tíma. Mæli þessvegna heilshugar með þessu.
Ég prufaði líka annað um daginn sem virkar vel en það er C-500 vítamín sem inniheldur eitthvað efni sem ég man ekki hvað heitir – en það styrkir háræðarnar. Með þessu er nauðsynlegt að taka lýsi (í einhverju formi) – en það mýkir húðina innan frá.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.