L’Occitane er í algjöru uppáhaldi hjá mér enda snyrtivörur unnar úr gæðahráefni.
Revitalizing Fresh er ný hárumhirðulína frá L’Occitane; endurnærandi, fersk og sílikon laus fyrir venjulegt og feitt hár ætluð til daglegra nota.
Revitalizing Fresh inniheldur fimm ilmkjarnaolíur sem veita algjöra ferskleikatilfinningu. Þessum fimm ilmkjarnaolíum er blandað við plöntuedik sem hefur hreinsandi eiginleika og saman blása þessi efni nýju lífi í og hreinsa venjulegan og feitan hársvörð. Þau hreinsa í burtu leifar sem hafa safnast saman og kæfa hárið – hárið verður létt og endurnært.
Línan samanstendur af sjampói, hárnæringu, flækju spreyi og hár tónik.
- Sjampó – hressir og hjálpar við að endurnæra hársvörðinn svo að hárið helst lengur hreint.
- Hárnæring – greiðir á úr hárinu og gefur því mýkt og léttleika.
- Flækjusprey – hjálpar til við að greiða úr, móta og endurnæra hárið án þess að þyngja það. Þú úðar því í blautt eða þurrt hárið þannig að allt hárið sé þakið.
- Tónik – hressir upp á og hreinsar hársvörðinn með því að draga úr umfram fitu. Þú úðar einfaldlega beint á hársvörðinn og nuddar hann.
Frisson de Verveine
Svo hef ég verið að nota alveg æðislega sturtusápu frá L’Occitane, Frisson de Verveine, sem hentar bæði körlum og konum og tilheyrir nýrri ilmlínu sem fæst aðeins í takmarkaðan tíma.
Sápan er mjög endurnærandi en uppistaða hennar er aðallega sítrus ávextir og grænt lauf.
- Grunntónar – musk og cedar viður.
- Hjartatónar – verbena blómið og agúrka.
- Topptónar – sítróna og bergamot sítrus.
Eftir langan dag finnst mér æðislegt að búa til freyðibað með henni. Algjör afslöppun en ilmurinn hefur að mínu mati einstaklega róandi áhrif.
Frisson de Verveine og Revitalizing Fresh – endurnærandi afslöppun. Og hver þarf það ekki?!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.