L’OCCITANE: Munúðarfullar nýjungar, Undursamlegur lúxus!

L’OCCITANE: Munúðarfullar nýjungar, Undursamlegur lúxus!

 

L’OCCITANE vörurnar eru hrein dásemd, þetta eitt af mínum uppáhaldsmerkjum, svo frískandi ilmurinn af vörunum þeirra; gerir mann svo hamingjusaman og lokkar fram kynþokkann á einhvern töfrandi hátt.

umfjöllNéroli & Orchidée línan frá L’Occitane er í sérlegu uppáhaldi en hún er ótrúlega mikið spari. Það er hægt að fá ilmkerti, húðmjólk, ilmvatn, sturtugel og margt fleira í þessari línu en það nýjasta frá þeim er baðmjólk og líkamsolía.

BAÐMJÓLK

Néroli & Orchidée baðmjólkin er algjörlega dásamleg, einn til tveir tappar af þessari unaðslegu mjólk í baðvatnið og maður svífur til Miðjarahafsins, ilmurinn er ferskur og mjólkin gerir húðina silkimjúka. Þetta er algjör lúxus.

LÍKAMSOLÍA

Neroli & Orchidée er svo ilmandi líkamsolía sem gerir hörundið silkimjúkt og skilur eftir sig fallega satin áferð svo maður tali nú ekki um ávaxtakenndan ilm appelsínublómsins sem rífur mann uppí í hæðstu hæðir.

Þessi dásamlega olía gefur húðinni fullkominn raka, mildur, lokkandi, seyðandi og suðrænn ilmurinn fær hjartað til að skoppa af kæti svo ég tali nú ekki um hvað ilmurinn er sexy.

4 out of 5 stars (4 / 5)

Hinn fullkomni kvenlegi ilmur og svo gamana að nota ilm olíu í staðinn fyrir ilmvatn til tilbreytingar. Endilega prófaðu!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest