Fyrir ekki svo allskostar löngu opnaði Sæta Svínið, nýr veitingastaður / pöbb í miðborginni.
Þangað er hægt að koma til að gæða sér á hverskonar kræsingum en staðurinn er bæði notalegur og líflegur í senn og hentar í raun fyrir hvaða tilefni eða stefnumót sem er.
Þú getur komið við í hádegismat þar sem þau bjóða upp á rétti dagsins, þú getur pantað þér smárétti, humarsúpu og hvítvín, hamborgara og franskar eða bara fengið þér einn bjór ef stemmingin er þannig.
Gastropub, hvað er það?
Sæta Svínið flokkast undir það að vera gastropub en hugtakið gastropub varð til árið 1991 þegar þeir David Eyre og Mke Belben tóku við rekstrinum á The Eagle Pub í Clerkenwell, London. Samkvæmt hefðinni voru breskir pöbbar alltaf bara samkomustaðir til að fá sér bjór eða annað áfengi og ef matur var borinn á borð þá var það oftast bara eitthvað kalt á borð við harðsoðið egg eða gúrkusamloku. Ekki spennandi.
Í seinni tíð hefur það svo færst mjög í aukana að hægt sé að fá sér eitthvað gott að borða á pöbbnum, allt frá fínum dýrari réttum yfir í eitthvað létt og ódýrt eða bara köku! Við viljum sérstaklega mæla með því að þú prófir flatkökusneið með bleikju á Sæta Svíninu, eða Flatkökur meistarans eins og þær kallast á matseðlinum. Algjörlega himneskur réttur!
Í dag hefur aðeins einn gastropub unnið sér inn Michelin stjörnu í heiminum en það er The Hand and Flowers í bænum Marlow á Englandi þar sem einnig er boðið upp á gistingu. The Hand and Flowers hefur öðlast heilar tvær Michelin stjörnur. Spurning um pílagrímsferð þangað einhvern daginn?
Sæta Svínið verður líka partýsvín
Á Sæta Svíninu er það ekki bara maturinn þó sem ræður för því stemmningin á staðnum er eins og best verður á kosið. Tónlistin er góð og þjónustan fín en svo kunna barþjónarnir einnig að hrista fram fínustu kokteila á borð við Espresso Martini, Reyk og Ösku, Mai Thai og fleira góðgæti.
Þegar fram líða stundir má einnig reikna með að Svínið sæta verði enn betra partýpleis því kjallarinn hjá þeim er í vinnslu með kósý sófum og góðri stemmningu. Við erum spenntar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.