Nú í vikunni hófst tíu vikna námskeið í tísku- og auglýsingaljósmyndun í nýja skólanum Fashion Academy.
…Þetta er í annað sinn sem þetta námskeið er haldið í skólanum en ég er að hefja nám þar núna og ætla að leyfa áhugasömum að fygjast með næstu vikurnar enda hafa Pjattrófurnar alltaf fjallað reglulega um ljósmyndun á síðunni.
Nemendur sem útskrifuðust af síðasta námskeiði voru hæstánægðir með námið og skólann sjálfann en aðstaðan í skólanum er frábær og býður upp á fullbúið ljósmyndastúdíó og tölvuver. Svo eru kennarar námskeiðsins ekki af verri endanum en það er ljósmyndarinn Kristinn Magnússon sem er aðalleiðbeinandi námskeiðsins.
Nemendurnir fengu að glíma við fjölbreytt verkefni á fyrra námskeiðinu, meðal annars að mynda ýmsa viðburði. Sem dæmi fengu þau tækifæri til að mynda Söngkeppni framhaldsskólanna og Reykjavík Fashion Festival.
Tveir útskrifaðir nemendur voru svo vænir að leyfa mér að birta nokkrar myndir eftir sem teknar voru í tengslum við námskeiðið. Þetta eru þær Edit Ómarsdóttir og Helga S. Yngvarsdóttir.
Smelltu…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.