Þessar myndir voru teknar í vor í hesthúsahverfinu í Víðidal. Þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér því að fyrir mér marka þær ákveðin skil fyrir mig í ljósmyndun en fram að þessu lét ég óttann við álit annarra trufla mig mikið í því sem ég var að gera.
Það var eitthvað sem gerðist hjá mér þarna, ég veit ekki alveg hvað það var en ég ákvað að hætta að láta óttann stjórna mér.
Mér finnst oft erfitt að deila því sem ég er að gera með öðrum en frá því í vor hef ég verið markvisst að stíga út fyrir þægindarammann og deila því sem ég er ánægð, með þrátt fyrir að vera ennþá örlítið smeik við hvað ykkur finnst. 😉
“If you try, you risk failure. If you don’t try, you ensure it.”
Á sunnudaginn er ég að fara mynda aðra seríu og hlakka mikið til að deila henni með ykkur, er sjúklega spennt fyrir því sem við ætlum að framkvæma þá.
Eitthvað af þessum myndum var ég með á sýningu á menningarnótt í ágúst. Þær eru unnar í Lightroom og Alien skin exposure 7 – sem er uppáhalds myndvinnsluforritið mitt en ég ætla að segja ykkur betur frá því seinna.
Fyrirsæta: Marín Hrund Magnúsdóttir
Make up & hár: Sigríður K. Kjerúlf Magnúsdóttir/Make up by kjerúlf
ps. megið endilega senda mér línu ef þið hafið einhverja klikkaða hugmynd af myndatöku sem að þið mynduð vilja sjá framkvæmda – eða taka þátt í að gera!
Stjórnmálafræðingurinn Emilía Kristín er 25 ára stelpa, fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún er í sambúð og móðir tveggja dásamlegra stelpna. Emilía hefur brennandi áhuga á ljósmyndun, hönnun, tísku og barnatísku og elskar allt sem glitrar. Hún er með útlandasýki á háu stigi og er helst með 2-3 utanlandsferðir í kortunum. Uppáhalds staðurinn hennar í Reykjavík er Te&kaffi í Austurstræti og hún elskar Pippó! ✌