“Totems” er eitt af viðfangsefnum hins franska ljósmyndara Alain Delorme.
Totem þýðir táknmyndasúla eða í þessu tilfelli eru það hlutir sem notaðir eru af mannfólkinu til daglegra nota sem búa til totemið. Eins og hrúga af stólum, blómum, kössum eða flöskum sem hefur verið staflað listilega upp og verða þannig hreyfanlegir skúlptúrar sem eru fluttir á reiðhjólum.
Myndirnar sýna vel hversu hratt í neyslusamfélaginu við lifum, því sífellt er verið að byggja, breyta og flytja.
Það er alveg hreint ótrúlegt hversu miklu dótaríi mennirnir ná að stafla upp í háar súlur án þess að hjólin hrynji, alveg listilega vel gert og heppin erum við að búa á íslandi og þurfa ekki að vinna í þessu starfi. Myndirnar eru teknar í Shanghai 2009-2010.
Smelltu til að stækka.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.