Eins og lesendur Pjattrófanna hafa kannski tekið eftir hef ég undanfarið skrifað um Tísku- og Auglýsingaljósmyndun sem kennd er við Fashion Academy skólann…
Sjálf hóf ég námið fyrir skemmstu, annari viku af tíu lokið og við erum strax komin á fullt skrið- bæði í heimaverkefnum og í samvinnuverkefnum milli deilda.
Í Fashion Academy er nefninlega stílistadeild, förðunardeild og módeldeild svo eitthvað sé nefnt.
Í annari viku fengum við að vinna með stílistunum, þá var okkur ljósmyndanemum parað saman við stílista og módel. Svo áttum við að velja staðsetningu, lýsingu og heildarútlit á mettíma.
Með þessari samvinnu fengum við smá smjörþef af því hvernig er að vinna með öðru fólki í sama geira. Þá þarf auðvitað að sjá til þess að allir séu sáttir með útkomuna sem getur örugglega stundum verið flókið.
Meðfylgjandi myndir eru útkoman úr einu samstarfinu. Ljósmyndir eru eftir undirritaða en stílesering var í höndum Berglindar Veigarsdóttur.
Fyrirsætan Ragnheiður Björnsdóttir kemur frá Elite.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.