Þessar portrett myndir eru teknar á árunum 1978 – 1986, af listamanninum Andy Warhol, hann notaði fyrir tökurnar uppáhalds myndavélina sína the Polaroid Big shot.
Polaroid myndavélar af þessu tagi voru mikið notaðar á þessum árum til hversdagsnota til að mynda til dæmis passamyndir eða myndir fyrir ökuskírteini. Warhol notaði sína vél á þekkta vini sína, á myndunum má sjá söngkonuna Debbie Harry, Teddy Kennedy, Julian Schnabel, Dolly Parton, Jane Fonda, Arnold Schwarzenegger, Halston, Farrah Fawcett, Yoko Ono og fleiri og útkoman var nýlega sýnd almenningi.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.