Ljósmyndun: Leyndarmálið Aviary – Frábært myndvinnsluforrit

Ljósmyndun: Leyndarmálið Aviary – Frábært myndvinnsluforrit

IMG_20141009_185940

Þegar ég byrjaði að taka ljósmyndir hélt ég að það yrði alveg hrikalega erfitt að læra á photoshop/lightroom og þorði því ekki að nota þessi forrit.

Þess í stað vann ég þær alltaf í símanum mínum í forriti sem heitir Aviary. Ég sendi þær semsagt úr tölvunni með bluetooth í símann minn og vann þær þar – og sendi svo aftur í tölvuna.IMG_2050

Svo þorði ég aldrei að segja fólki hvernig ég vann myndirnar því ég skammaðist mín fyrir að nota bara eitthvað app og reyndi þessvegna að komast hjá því að svara áhugasömum.  Frekar klikkað kerfi hjá mér ef kerfi skyldi kalla.

Þessi mynd hér að neðan er tekin á professional myndavél en ég vann hana í Aviary. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af svarthvíta litnum sem hægt er að kalla fram þar. 
IMG_20150226_223616

Sem betur fer vinn ég ekki myndirnar mínar í símanum lengur heldur nota ég tölvuna til þess og spara mér töluverðann tíma með því að þurfa ekki að senda myndirnar endalaust fram og til baka.

En ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu leyndarmáli hér á Pjattinu er að mig langar til þess að mæla með Aviary! Þetta forrit er algjör snilld til þess að vinna (farsíma) myndir og það besta er að það er FRÍTT. Ég tók þessa mynd hérna að neðan í gær og vann hana svo á mjög stuttum tíma í Aviary, ég gerði hana bjartari, litina skarpari og bætti við smá þoku.

20151001_142255#1
Fyrir
IMG_20151001_142347
Eftir

Forritið býður upp á ótal marga möguleika en svo er hægt að kaupa allskonar tilbúna “filtera”, límmiða, ramma osfrv. í viðbót við þá sem eru ókeypis. Einnig er hægt að fjarlægja bólur og annað óæskilegt sem fólk vill ekki að sjáist á mynd.

IMG_20141212_200646

Ég mæli eindregið með að þið kíkið á þetta forrit. You wont regret it! Þú finnur það HÉR. 

Svo læt ég fylgja með nokkrar haustmyndir í tilefni þess að október er genginn í garð. Allar unnar í Aviary. Þangað til næst…. x

IMG_20150120_162625

IMG_20141121_182716IMG_20141009_205813    IMG_20141009_183850 IMG_20150429_133708

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest