Fjölmargir áhugamenn um kvenlíkamann bíða nú spenntir eftir næsta dagatali frá Pirelli.
Pirelli dagatölin hafa fyrir löngu komist á kortið sem augnayndi fyrir þá sem kunna betur að meta línur ofurfyrirsæta en aðrir en það er Kate Moss sem gefur tóninn á dagatalinu fyrir árið 2012. Dagatalið er meðal annars sérstakt fyrir þær sakir hvað það kemur í takmörkuðu upplagi og hverjir að því standa en fyrir síðustu tvö ár voru það þeir Karl Lagerfeld og Terry Richardson sem tóku myndirnar.
Ásamt Kate Moss eru nokkrar fallegar konur sem prýða dagatal næsta árs, meðal annars þær Rinko Kikuchi, Milla Jovovich, Isabeli Fontana, Saskia de Brauw og Lara Stone en það er Mario Sorrenti sem tekur myndirnar af sinni alkunnu snilld.
Hér er helmingur myndanna…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.