Fyrir skemmstu skrifaði ég um breska ljósmyndarann James Mollison og seríu hans af ólíkum börnum þessa heims og svefnstöðum þeirra.
Stórkostlegur myndaþáttur sem hafði mikil áhrif á mig og ég hvet þig til að skoða hann HÉR en þessum snjalla ljósmyndara er sannarlega meira til lista lagt. Eftir svolítið ‘gúggl’ um manninn rakst ég á þessar bráðskemmtilegu myndir sem hann tók af aðdáendum tónlistarmanna og hljómsveita.
Þetta glæsilið fann hann sjálfur á tónleikum og myndaði svo snillingana í nærliggjandi stúdíói. Hér má sjá fólk sem hefur orðið djúpt snortið af m.a. Rod Stewart, Kiss, Madonnu og Oasis svo eitthvað sé nefnt.
Algjörlega frábært!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.