Bandaríski ljósmyndarinn og bloggarinn Elizabeth Gadd kom hingað til landsins nýlega með nokkrum vinum sínum og var dugleg að taka myndir meðan á dvölinni stóð.
Það er virkilega gaman að sjá hvernig gests augað getur verið glöggt en sérlega gaman hefur Elizabeth af því að stilla upp andstæðum þannig að smæð hennar sjálfrar verður áberandi í íslenskri náttúru.
Þetta með rauða kjólin er örlítið klisjukennt að mínu mati en myndirnar eru engu að síður mjög fallegar og sterkar. Líklegast er hún að vitna í enska málarann John William Waterhouse en margar uppstillinganna minna mikið á málverkin hans.
Það væri skemmtilegt að leika þetta eftir einhverntíma því eflaust sjáum við eyjarskeggjar náttúruna okkar ekki með sömu augum og þeir mörgu gestir sem hingað vilja koma þessi misserin.
Eitt er víst að það er af nægu að taka þegar mótívin eru annars vegar.
Lestu meira um ferðalagið hennar og skoðaðu fleiri myndir HÉR
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.