Ég var að vafra á netinu áðan þegar ég rakst á svo yndislega fallega síðu að ég bara verð að deila henni með þér.
Síðan ber nafnið Divas and Dreams og er höfundur síðunnar Christina Greve sjálfmenntaður ljósmyndari og tekur hún alveg óskaplega rómantískar og fallegar myndir.
Ég gjörsamlega gleymdi mér á síðunni en hún tekur mikið af myndunum sínum með iPhone og er alveg ótrúlegt hversu næmt auga hún hefur á hversdagslegum hlutum. Hún er einnig með pistla um hvernig eigi að taka ljósmyndir, vinna þær og fleira áhugavert en ljósmyndamöppuna má finna á http://www.divasanddreams.com/
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.