Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

Ljósmyndun: Alien Skin Exposure 7 – Frábært forrit

Untitled design

Í dag langar mig til þess að segja ykkur frá öðru forriti sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Alien skin exposure 7.

Nánast allar myndirnar mínar fara í gegnum þetta forrit og það er kannski aðeins meira “advanced” en hin forritin sem ég hef skrifað um, en Alien Skin Exposure forritið kostar 149 dollara (Það er þó hægt að fá að prufa það frítt í nokkra daga). Forritið er bæði mjög aðgengilegt og auðvelt í noktun.
Screen Shot 2015-10-23 at 10.41.05
Svona lýtur forritið út – það eru fullt af svokölluðum “presets” sem hægt er að nýta sér en einnig er hægt að búa til sína eigin. Það má sjá dæmi um þá hér vinstra megin en hægra megin er hægt að breyta lýsingu, lit, skerpu, osfrv.

Texture:

Einn uppáhalds fídusinn minn í þessu forriti kallast texture. Með texture er hægt að setja allskonar áferðir á myndirnar; rispur, korn, pappírsáferð og margt fleira. Einnig getur maður búið til sitt eigin texture í photoshop og flutt inn í forritið en það er ögn flóknara. (Fyrir þau sem hafa áhuga á því þá langar mig til þess að benda á þetta video.)

IMG_3425

Upprunalega myndin – óunnin

IMG_3425-Exposure copy

Hér hefur verið bætt við texture á vegginn og myndin gerð svarthvít.

IMG_3425-Exposure

Hér hefur einnig verið notast við texture en myndin höfð í lit.

Hér að neðan finnst mér sjást ótrúlega vel hvað texture getur breytt miklu. 

IMG_0214

Fyrir

IMG_0214-Exposure

Eftir – en hér hefur texture verið sett á og litur ýktur.

Það er í alvöru mjög auðvelt að læra á þetta forrit! Þau bjóða líka uppá nokkur kynningar video sem eru mjög aðgengileg og flott.

Jæja fleira var það ekki að sinni. Þú mátt endilega senda mér skilaboð ef þú ert með einhverjar spurningar eða vantar aðstoð við eitthvað ákveðið í forritinu. Einnig þætti mér gaman að sjá það sem aðrir eru að gera. Það væri skemmtilegt ef þú myndir deila þínum myndum með mér með myllumerkinu #ekbjarnason svo ég geti skoðað eða jafnvel bara taggað mig @emiliakb 

Þangað til næst!
X

Stjórnmálafræðingurinn Emilía Kristín er 25 ára stelpa, fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún er í sambúð og móðir tveggja dásamlegra stelpna. Emilía hefur brennandi áhuga á ljósmyndun, hönnun, tísku og barnatísku og elskar allt sem glitrar. Hún er með útlandasýki á háu stigi og er helst með 2-3 utanlandsferðir í kortunum. Uppáhalds staðurinn hennar í Reykjavík er Te&kaffi í Austurstræti og hún elskar Pippó! ✌