Oft má segja að ein mynd segi meira en þúsund orð og þessar myndir gera það svo sannarlega.
Lee Jeffries hóf feril sinn sem íþrótta ljósmyndari en eftir að hafa rekist á unga heimilislausa konu á götum London kviknaði áhugi hjá honum að mynda heimilislaust fólk. Hann hefur síðan tekið ótal margar myndir af bæði ungum sem fullorðnum heimilislaus um einstaklingum og mér finnst myndirnar hans vera alveg hreint magnaðar enda mikið af tilfinningum í hverri mynd og mikið einblínt á smáatriðin.
Hér má finna flickr síðu hans og hér má finna Facebook síðuna.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.