Viktor Vautier er ljósmyndari frá London og ég skoða bloggið hans reglulega.
Hann tekur bæði myndir af módelum og einnig hlutum sem honum finnast fallegir. Katrín vinkona mín benti mér á hann og ég hef ekki hætt að skoða bloggið hans síðan.
Hann tekur frekar einfaldar myndir, einföld stílisering og hvítur veggur er mjög algengt lúkk hjá honum. Jafnvel þótt myndirnar séu einfaldar er mikill sjarmi yfir þeim og þær hafa hans yfirbragð. Hugtakið “less is more” á vel við hans myndir.
Viktor er ekki mjög þekktur ennþá meðal almennings (a.m.k samþykkti hann vinabeiðni mína á facebook þannig hann er ekki svo frægur!) en ég er viss um að hann verður stærri með tímanum. Ljósmyndari sem vel er virði að fylgjast með.
Þú getur skoðað fleiri myndir eftir Viktor HÉR
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.