Vanessa Jackman er lögfræðingur frá Ástralíu, hún býr reyndar í London núna og er þekktari sem ljósmyndari heldur en lögfræðingur…
…Vanessa Jackman sérhæfir sig í tískuljósmyndun, þá aðalega ‘street-style’ myndum og ferðast því um allan heim og tekur hundruði mynda á dag.
Hún segist ELSKA myndavélina sína og að fá að taka myndir daglega og auðvitað er ekki verra að margar þeirra hafa verið birtar í stórum tímaritum eins og til dæmis Vogue, W magazine, Harper´s Bazaar og Glamour.
Vanessa heldur uppi frábærri heimasíðu þar sem hún birtir þessar flottu myndir sínar daglega.
Ef þið hafið gaman af því að fylgjast með götutísku um allan heim þá skuluð þið kíkja á síðuna hennar : Vanessa Jackman
Hér eru svo nokkrar flottar frá henni:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.