Nú þegar sumarið er komið er frábært að nýta það til þess að taka ljósmyndir af allri fjölskyldunni saman.
Tilvalið er að skella sér út í guðsgræna náttúruna og láta atvinnumann smella nokkrum vel völdum af sér og sínum og þá er gott að vera búin að undirbúa sig örlítið áður og vita nákvæmlega hvað það er sem maður vill.
Möguleikarnir eru auðvitað óteljandi varðandi uppstillingar og fataval hvers og eins en margir klæðast flíkum í eins lit og stilla sér svo upp. Oftast er það hvíti liturinn sem verður fyrir valinu og koma þær myndir alveg ótrúlega vel út. Svo er líka ótrúlega flott að stilla fjölskyldunni upp við flottan vegg, fyrir framan húsið sitt eða fyrir framan viðarkubba.
Við Íslendingar getum ekki kvartað yfir skorti á fallegu landslagi til að hafa sem bakgrunn á myndum og auðvelt er að finna flotta staði fyrir myndartökur. Grasagarðurinn, Grótta, Ægissíðan, Heiðmörk eða jafnvel fara örlítið lengra út fyrir bæinn. Strandmyndir eru líka æðislega sætar, þá helst ef öll fjölskyldan er í engum skóm með uppbrettar buxur og svolítið frjáls í viðmóti, sleppa öllum hefðbundnum uppstillingum og hafa gaman af myndartökunni. Þá verða oftast skemmtilegustu myndirnar til.
Hérna koma nokkrar frábærar hugmyndir að frekar flottum fjölskyldumyndum. Gangi þér vel og mundu að hafa bara gaman að þessu.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.