Undanfarið hefur umfjöllun um börn í tískubransanum verið áberandi og fólk velt því fyrir sér hvort það ætti yfir höfuð að nota börn í auglýsingaherferðir og fleira í þeim dúr…
…10 ára fyrirsæta þykir of ögrandi og bolur með klámfenginni mynd af 15 ára stelpu komst í prentun og sölu á samþykkis foreldra hennar. Vala pjattrófa er allavega á því að börn ættu að fá að vera börn (Uppeldi: Leyfum börnum að vera börn) í friði og við fullorðna fólkið ættum að hlífa þeim við öllu rugli og öllu klámfengnu efni eins lengi og hægt er.
Ég held að ég sé bara fullkomlega sammála og ég varð líka pínu hissa þegar ég sá þennan skrítna myndaþátt úr ítalska Vogue sem sýnir mæðgur. Þessar mæðgur elska greinilega tísku og fallega hluti…en mamman elskar líka að fá sér í glas,
poppa pillur, reykja og svelta sig og litla dóttirin horfir upp á allt saman. Smekklegt!
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að skoða þær stórar:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.