Stílistinn Lacy Barry veit hvað hún syngur þegar kemur að því að gera flotta myndaþætti í samstarfi við ljósmyndara.
Götulistamenn og sirkusfólk í Frakklandi snemma á síðustu öld urðu innblástur hennar að þessum myndaþætti sem hún gerði í samstarfi við Pierre Maning og förðunarmeistarann Maina Malitza. Myndirnar minna á vissan hátt á málverk og fyrirsæturnar eru eins og út úr skrítnu ævintýri.
Verst að myndirnar eru ekki fleiri, svona dularfullar og flottar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.