Morena Westerik og Petra van Bennekum eru tvær ungar hollenskar stelpur sem skipa teymið Petrovsky & Ramone. Þær taka ótrúlega flottar ljósmyndir saman, yfirleitt mjög listrænar tískuljósmyndir…
…þær kynntust þegar þær voru að aðstoða sama ljósmyndarann og ferðuðust mikið með honum, á þessum tíma byrjuðu þær að fá góðar hugmyndir saman.
Árið 2005 tóku þær svo þátt í keppni saman og þeim var boðið að taka seríu fyrir hollenskt tískublað og eftir það fór boltinn að rúlla.
Í dag ferðast þær saman um allan heim til að finna hinn rétta áfangastað fyrir hverja og eina myndatöku.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.