Ég man ekki hvar ég sá þessa ljósmyndabók fyrst en held það hafi verið í kaffi hjá Spessa ljósmyndara fyrir ótal mörgum árum. Bókin er eftir bandaríska ljósmyndarann Nan Goldin og heitir The Ballad of Sexual Dependance.
Það sem er sérstakt við þessa bók er að myndirnar eru nánast allar svona ‘snap shot’ af vinum Nan og flestar eru teknar fyrir um 30 árum þegar konan á bak við linsuna lifði í mikilli óreglu.
Fyrir vikið er óvenulega mikil nánd í þessum myndum. Þær eru grípandi, hráar og ögrandi og þér finnst næstum eins og þú finnir fyrir tilfinningum fólksins á myndnunum.
Nan Goldin er mjög virt í ljósmyndaheiminum í dag en hún kom m.a. til Íslands fyrir nokkrum árum og hélt myndasýningu og fyrirlestur sem ég fór á í Háskólabíó. Nan er löngu komin á beinu brautina og bera nýlegar myndir hennar þess merki þar sem flestar lýsa tengingu við náttúruna og miklu jafnvægi en í Ballad of Sexual Dependance kveður við annan tón eins og þú sérð þegar þú smellir.
Myndirnar í galleríinu eru margar úr bókinni en aðrar eru teknar síðar.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.