Til að byrja með vildi hann bara gera grín að sjálfum sér og tók mynd sem spratt upp úr einhverju andartaki um morguninn þar sem honum svefnvana datt í hug að sprauta mjólk úr pela dóttur sinnar út í kaffið.
Síðan vatt þetta upp á sig og myndirnar urðu fleiri. Tilgangurinn fyrst og fremst að skemmta dóttur sinni þegar hún yrði eldri og öðrum í dag.
“Ef mér myndi takast á fá LIKE á myndirnar frá hipsterum sem þola ekki barnamyndir þá var ákveðinn sigur unninn,” segir ljósmyndarinn og nýbakaði faðirinn Dave Engledow um seríuna “Worlds Best Father” sem hefur slegið rækilega í gegn og farið sem eldur um sinu internetsins.
Dave varð faðir í fyrsta sinn fyrir tveimur árum og fyrstu myndina tók hann þegar dóttir hans, Alice Bee, var átta vikna. Hann skellti henni á Facebook og fékk svo jákvæð og skemmtileg viðbrögð að hann ákvað að hafa þær fleiri og gera seríu þar sem kaffibollinn “Worlds Best Father” og þessi utangátta pabbi yrðu í aðalhlutverkum ásamt dótturinni í hættulegum eða kjánalegum aðstæðum.
Dave segir að viðbrögðin við myndunum hafi kennt honum ýmislegt, meðal annars að sama hvaðan fólk er í heiminum eða hvaða trúarbrögð það aðhyllist, flestir virðast tengja við myndirnar með einhverjum hætti og hafa gaman af. Hann segist líka hafa lært að ætlast ekki til neins af dóttur sinni þegar hún er þreytt eða svöng og að þegar maður dundar svona með börnum þá verði að gera allt hægt og taka fullt, fullt af pásum.
Hér eru myndirnar… brilliant… 🙂
Smelltu HÉR til að sjá FB síðu kappans…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.