Júní/Júlí eintak af Numéro Magazine inniheldur svakalega fallegan myndaþátt. Það er hollenska fyrirsætan Daphne Groeneveld sem situr fyrir hjá ljósmyndaranum Gren Kadel…
…Eftirvinnslan á sumum myndunum er svo einstaklega flott en það er einskonar ´tribal´ munstur í neon litum sem gerir rosalega mikið fyrir svart-hvítu myndirnar sem annars eru teknar á einföldum gráum bakgrunni.
Litríkur og skrautlegur myndaþáttur, troðfullur af furðulegum skartgripum og ´candyfloss´ hári!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.