Oyster Magazine er hrikalega flott ástralskt tímarit sem inniheldur alltaf ferska tískuþætti, viðtöl og umfjallanir um tónlist og myndlist…
Hjá Oyster Magazine vinna mjög flottir ljósmyndarar og fleira hæfileikaríkt fólk sem sést til dæmis vel á nýjasta eintakinu.
Nýjasta eintakið inniheldur neflinlega mjög svalan myndaþátt sem ljósmyndarinn Bec Parsons tók af hinni áströlsku Bambi Northwood Blyth.
Þessar ljósmyndir eru svo flottar, troðfullar af sól, pallíettum og skærum litum!
Myndir sem hægt er að dást að endalaust!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.