Kate Moss og David Bowie eru án efa tveir flottustu bretar samtímans.
Ljósmyndirnar birtust í Q tímaritinu okt 2003 og eru teknar af Ellen von Unwerth en hún er einn þekktasti tískuljósmyndari heims og hefur starfað fyrir þekkt tímarit á borð við Vogue, interview, The Face og i-D, Elle og Glamour en forsíður hennar eru stelpulegar og sexí.
Fáir vita að Ellen starfaði í sirkus þegar hún var 17 ára en varð síðar fyrirsæta og stóð sá ferill hennar í tíu ár, áður en hún færði sig bakvið myndavélina og fór að starfa við ljósmyndun.
Ljósmyndir hennar hafa notið mikillar vinsælda og súpermódel og þekktir leikarar hreinlega slást um að sitja fyrir hjá henni en myndir hennar af þekktu fólki eru afar skemmtilegar og jafnframt ögrandi. Hún nær alltaf að draga fram kynþokka kvenna og karlmennskuna og gleðina í karlmönnum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.