Ten Times Rosie er ljósmyndabók sem sómir sér vel á kaffiborði tískurófunnar en bókin var kynnt á tískuvikunni í London.
Bókin sýnir hátískufatnað hannaðan af Paulu Thomas fyrir hátískufatamerkið Thomas Wilde og það er fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley sem situr fyrir á öllum myndum.
Myndirnar eru algert augnakonfekt en þær eru eftir ljósmyndarann Rankin… verulega fallegar, förðun, fatnaður og stílisering er tær snilld en myndirnar eru teknar í umhverfinu kringum Los Angeles og í borginni sjálfri.
fyrir áhugasama þá er hér er myndband bakvið tjöldin.. http://www.youtube.com/watch?v=rWk99EDMGdoDíana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.