Það fer ekki framhjá neinum að Scarlett Johansson er einstaklega fótógenísk kona enda prýðir hún forsíðu janúarheftis Harper’s Bazaar fyrir nýja árið 2010.
Friðarsinninn og söngvari hljómsveitarinnar U2 hann BONO tekur viðtalið við Scarlet og nefnir hann hana “ljónynjuna sína”.
Í viðtalinu er helst rætt um tónlist, vinskap, styrk hennar sem konu og starf sem embættismaður RED herferðinnar í Afríku en stúlkan vill láta gott af sér leiða og hefur notað frægð sína til auglýsa vanda Afríku og reyna að berjast fyrir bættum lífsgæðum fólksins þar í landi.
Það sem ég tók helst eftir var að förðun og tískan virðist enn og aftur vera að detta inn í 60’s tímabilið; eyeliner, hárgreiðslan, kvenlegur þröngur fatnaðurinn, já… jafnvel strigaskórnir.. 60’s tímabilið er bara klassi!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.