Ég var fengin til að skrifa grein í Læknanemann, tímarit læknanema. Greinin er útlistun á einkennum lækna eftir því hvaða stjörnumerki þeir tilheyra.
Ég er nú þegar búin að birta vatnsberann, fiskinn, hrútinn, nautið, tvíburann og krabbann. Hér kemur ljónið.
Ljónið 23. júlí – 22. ágúst
Það er ekki algengt að ljón sæki í læknageirann en ef að ljón fer í lækninn þá myndi það sennilega gerast lýtalæknir því ljón eru hégómagjörnust allra merkja.
Ljónið hefur mikla trú á eigin getu og á það til að vera pínulítið montið en sjúklingnum finnst hann þá allavega vera í góðum höndum þegar hann leggst undir hnífinn.
Lýtalækningar í einkageiranum henta ljónum líka vel vegna þess að þau verða að fá inn ágætis tekjur til að viðhalda þeim íburðamikla lífsstíl sem drífur þau áfram. Glamúr og gleði er það sem þau vilja.
Þess ber að geta að þrátt fyrir hégómann og montið þá getur læknir í ljónsmerkinu verið mjög hlýr og örlátur.
Fræg ljón: Whitney Houston, Madonna og Bill Clinton.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.