Nú á dögunum valdi tímaritið Vogue nokkrar af best klæddu konum ársins 2010, það var leikkonan Blake Lively sem hampaði fyrsta sætinu…
…En í 7 sæti lenti módelið og hönnuðurinn Liya Kebede. Hún þykir með eindæmum smekkleg enda hefur hún lifað og hrærst í tískuheiminum í meira er 10 ár.
Liya Kebede fæddist í Eþíópíu en býr í dag í New York. Liaya hefur verið dugleg við að fara til baka á sínar heimaslóðir og vekja athygli á þeim vandamálum sem þar ríkja.
Hún hefur sem sagt verið mjög áberandi í góðgerðarmálum en finnur sér samt alltaf tíma til að vera frábærlega ´fashionable´.
Endilega kíkið á síðuna fyrir samtök hennar The Liya Kebede Foundation, en þau eru tileinkuð mæðrum og ungum börnum.
Hér eru svo nokkar myndir af henni:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.