Ég verð hreinlega aftur að minna á hina frábæru hárgreiðslustofu Salon Nes sem er á Seltjarnarnesinu.
Þessi stofa lætur ekki mikið yfir sér og er ekki mikið í því að vera hipp og kúl (sömu innréttingar og 1991) en á móti kemur að verðin eru frábær. Hverjum er ekki sama um innréttingar þegar þær keppa við verð?
Sjálf er ég t.d. með aflitað hár sem krefst þess að maður fari alltaf reglulega að láta rótfylla. Ég hef stofnað til timabundins tryggðarsambands við Magna á Rauðhettu og úlfinum þegar það kemur að klippingu en annað gildir um aflitunina.
Þegar það var kominn tími á rótfyllingu síðast hringdi ég í Rauðhettu. Gosi svaraði:
Sæll Gosi. Hvað kostar að láta aflita í rót?
Ö, bíddu.
(bíð)
8.400
Ok takk Gosi.
Því næst slæ ég inn númerið á Salon Nes.
Sæl Íris. Hvað kostar fyrir mig að fara í rótfyllingu hjá þér?
Mmm…svona 4.500
OK!
Ég reykspólaði til Írisar og hún aflitaði rótina með fullkomnum árangri. Bara perfect.
Til hvers að borga helmingi meira?
PS. Þegar ég sat í stólnum sagði Íris mér að hún væri að leita sér að leigjanda á stól. Þannig að ef þú kannt að klippa og langar að leigja low-budget stól á nesinu þá er Íris maðurinn/konan…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.