Frá opnun hefur SushiSamba verið með vinsælustu veitingastöðum borgarinnar enda eru þeir hugmyndaríkir og snjallir að bjóða upp á fjölbreytta skemmtun.
Fimmtudagskvöld hafa verið Mojito kvöld í sumar en í kvöld ætlar enginn annar en Logi Pedro að skemmta gestum staðarins með suðrænum tónum. Mojito kvöldin munu svo halda áfram inn í veturinn en konseptið er að bjóða upp á fjóra mini kokteila á fyrirtaks verði. Ef þig langar að skella þér skaltu taka símann upp núna og panta borð því það gæti fyllst.

Fjörið byrjar í kvöld, fimmtudaginn 4 september kl 21:00. Be there or be no mojito.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.