Þegar ég spókaði mig í rólegheitunum í verslunni Ilvu á dögunum furðaði ég mig um leið á því hversvegna borgarbúar flykkjast ekki þangað í sama mæli og í IKEA.
Nú er Ilva verslun með sambærilegan varning. Þarna færðu allt fyrir heimilið, bæði smávöru sem húsgögn, vefnaðarvörur og fleira.
Samt finnst mér einhvernveginn eins og þetta sé einu stigi vandaðara, fyrir utan það að það eiga ekki allir vörur úr Ilvu.
Nú lýkur útsölunni í Ilvu næsta sunnudag og því er um að gera að skreppa þarna uppeftir (korputorg), skoða sig um og sjá hvort ekki sé hægt að gera einhver góð kaup fyrir heimilið.
Í gallerínu hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um reifarakaup sem hægt er að gera í Ilvu þessa dagana:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.