Í október fór af stað lítið en gott verkefni sem kallast Fáðu þér gott fyrir gott. Að baki þessu standa Krabbameinsfélagið og FærID en tilgangurinn er að fá fleiri til að kaupa bleiku slaufuna.
Gott fyrir Gott er litarefnalaust nammi sem gaman er að gefa á nammidögum, já eða bara í skóinn!? 🙂
Nammið kemur einnig í 100gr skömmtum og ólíkt bleiku slaufunni er gotteríið til sölu fram að áramótum.
Allur ágóði verkefnisins rennur til Krabbameinsfélags Íslands en einungis er borgað fyrir framleiðsluna á sælgætinu, pakkningum og þessháttar, annars er öll önnur vinna og annað ógreitt.
Það er mjög sniðugt að kippa einum svona með heim þegar þú stendur við kassann í búðinni og smella svo í lítinn skó um kvöldið.
Þannig gleður þú barnið og gerir um leið gott!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.